Síðmiðaldir

Jarðskjálftar
- Suðurlandsjarðskjálftar hafa riðið yfir landsvæðið einu sinni til tvisvar á öld. Þeir ollu margoft tjóni og jafnvel mannslátum.
- Á 18. öld voru jarðhræringarnar mjög harðar og gengu þrisvar yfir.
- Nokkrum sinnum ollu eldstöðvar á borð við Heklu, Kötlu og Lakagíga öskufalli í héraðinu en ekki þó þannig að byggðin yrði fyrir umtalsverðu tjóni, nema 1693.
Samgöngur
- Samgöngur af svæðinu til annarra landshluta voru erfiðar vegna Hvítár í vestri og Þjórsár í austri.
- Nokkur vöð, t.d. Hagavað og Nautavað, voru notuð og farið yfir þau á hestum en bátar voru mun öruggari.
- Þekktastar voru ferjan við Þrándarholt og ferjan suður við Sandhóla en hana notaði fólk úr Rangárþingi þegar það hélt til aðalverslunarstaðarins, Eyrarbakka.
- Engir vegir voru lagðir á þessu árum í nútíma skilningi en varðaðar reiðleiðir og götur tengdu héruð.
- Sprengisandsleið lá milli hérðasins og Norðurlands en smám saman notuðu hann æ færri ferðalangar og blær ókunnra öræfa lagðist yfir hálendið.
- Sagt var að útilegumenn ættu þar heima og raunar hélt Fjalla-Eyvindur um tíma til í Múlum við Hofsjökul.
Gegn konungsveldinu
- Rituð samþykkt, gegn yfirgangi danska konungsveldisins, var samþykkt að Áshildarmýri 1496 og send til Kaupmannahafnar.
- Það gerðu efnaðir bændur á Suðurlandi og þykir hún merkur liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Ófriður á Íslandi
- Á Sturlungaöld, 13. öldinni, þegar innanlandsófriður og merkileg ritstörf einnkenndu meðal annars mannlíf á Íslandi segir fremur fátt af fólki í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem voru á áhrifasvæði Haukdæla.
- Þeir deildu við Oddaverja og lét Gissur Þorvaldsson drepa síðasta Oddaverjann Þórð Andrésson í ferð þeirra í Þrándarholti en eftir Þórði er höfð fræg setning: “Mínar eru sorgirnar þungar sem blý”.
Byggð
- Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var blómleg byggð fram eftir miðöldum.
- Bæjum hafði þó fækkað nyrst á landsvæðinu þar eð Hekla og aukið áfok höfðu valdið þar tjóni.
Lifað af landinu
- Á fyrstu öldum konungsveldisins, eftir 1262, gekk mannlífið sinn vanagang; landbúnaður varð þó mun erfiðari en áður vegna kólnandi veðurfars.
- Hlutur sauðfjár jókst í landbúnaði og þurftu bændur að smala afar stórt landsvæði, alla leið inn að Hofsjökli, og þótti það þungt yfirferðar.
- Í nánd við Þjórsárver voru stundaðar gæsaveiðar.
- Hér má sjá "gæsarétt" þar sem ófleygum fuglunum var smalað saman og þeim slátrað.
- Líkt og fyrr voru menn sendir af bæjum til verstöðva við suðurströndina.