19. og 20. öldin

Þekktar persónur
- Ýmsar persónur þekktar úr síðari hluta sögu landsins hafa búið í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.
- Einn þeirra var Valdimar Briem vígslubiskup og sálmaskáld (1848-1930).
- Valdimar Briem í fullum skrúða
- Barnabarn hans var Jóhann Briem listmálari, fæddur á Stóra-Núpi.
- Jóhann Briem
- Staðir eins og Steinsholt koma við sögu í þekktum sögum; Kambsráninu og ástarsögu Daða Halldórssonar og Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskupsdóttur.
Helgi Pjeturs
- Fyrsti nútíma jarðfræðingur Íslands dr. Helgi Pjeturs (1872-1949) gerði fyrstu meginuppgötvanir sínar að Hellisholtum í Hrunamannahreppi.
- Hann dvaldist jafnan hjá frændfólki sínu að Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þegar hann vann að rannsóknum á Suðurlandi.
Samgöngur
- Brú á Ölfusá 1891 og á Þjórsá 1895 breyttu miklu um samgöngur og brátt komu bílar og vélar til sögu.
- Landbúnaður vélvæddist og tekið var til við að þurrka mýrlendi og búa til áveitur til að bæta ræktun.
- Skeiðaáveitan var grafin 1924.
- Vegalagning hófst með Skeiðavegi sem greindist upp í byggðir í Hreppum og inn með Þjórsá.
- Veiðimenn og aðrir ferðamenn tóku að venja komur á landsvæðið og í óbyggðir norðan byggða.
- Býli stækkuðu og þeim fækkaði um leið og þegar leið á 20. öldina hafði íbúum fækkað nokkuð um leið og þéttbýlum landsins fjölgaði.
- Atvinnuhættir breyttust þó enn væri haldið í gamlar hefðir.
- Þéttbýliskjarnar tóku að myndast á stöðum með þjónustu og opinberri starfsemi, í Árnesi og Brautarholti.
- Hér má sjá félagsheimilið og skólahúsið í Brautarholti.
Brynjúlfur Jónsson
- Brynjúlfur Jónsson (1838-1914) var kenndur við Minni-Núp í Gnúpverjahreppi hinum forna.
- Hann var sjálfmenntaður rithöfundur, ljóðskáld og heimsspekingur en fékkst líka við fornleifarannsóknir.
- Meðal þekktra rita hans er bók um Þuríði formann og Kambsránið og fyrsta heimspekirit Íslendings í lausu máli, á íslensku og með rökstuðningi fyrir eigin heimspeki höfundar, Saga hugsunar minnar: um sjálfan mig og tilveruna.